Starfsmannafundur stendur fyrir dyrum meðal starfsmanna Inhvars Helgasonar hf. en forstjóri og stjórnarformaður félagsins hafa látið af störfum en þeir voru rétt í þesu að kveðja samstarfsmenn sína. Arnar Bjarnason sérfræðingur hjá KPMG mun taka við stjórn félagsins til bráðabirgða en það er nú rekið af kröfuhöfum félagsins.

Þeir Kristinn Geirsson og Haukur Guðjónsson eru hættir hjá félaginu en Kristinn var forstjóri og Haukur stjórnarformaður. Helstu kröfuhafar félagsins eru Íslandsbanki, Nyja Kaupþing, Lýsing og SP Fjármögnun.

Framkvæmdastjórar félagsins eru þeir Heiðar J. Sveinsson , framkvæmdastjóri þjónustusviðs og Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs munu áfram starfa hjá félaginu og ekki er gert ráð fyrir frekari fækkun hjá félaginu á næstunni. Við hagræðingarðagerðir síðasta árs hafa 150 manns misst atvinnu sína en um leið hefur starfsemi B&L verið flutt frá Grjóthálsi niður á Sævarhöfða.

Ingvar Helgason ehf. keypti fyrirtækið ALP ehf. sem rekur bílaleigurnar AVIS og Budget á Íslandi árið 2007. Stofnað var sérstakt eignarhaldsfélag um þessa fjárfestingu.