Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka mun annast söluferli á BLIH ehf. sem er móðurfélag bifreiðaumboðanna Ingvars Helgasonar og B&L. Jafnframt stendur til að selja fasteign er hýsir starfsemi félagsins við Sævarhöfða í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Miðengi, eignarhaldsfélagi sem Íslandsbanka sem auk Lýsingar og SP-fjármögnunar á félagið.

Eins og fram kom á vb.is í gær tapaði félagið 490 milljónum króna á síðasta ári en það hefur verið í fjárhagslegri endurskipulagningu og við hana eignuðust núverandi eigendur félagið. Í tilkynningunni kemur fram að söluferlið muni væntanlega hefjast í lok ágúst nk.