Sameiginlegt tap Ingvars Helgasonar ehf. og Bifreiða og Landbúnaðarvéla ehf. (B&L) var 490 milljónir króna á síðasta ári. Samanlögð velta félaganna,að teknu tilliti til innbyrðis viðskipta nam 5,1 milljarði króna. EBITDA ársins 2010 var jákvæð um 77 milljónir króna. Bæði félögin eru í eigu BLIH ehf.,sem var stofnað í febrúar síðastliðnum í kjölfar þess að kröfuhafar tóku félögin yfir.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Miðengis, dótturfélags Íslandsbanka, sem er eigandi að 62,9% hlut í BLIH. Aðrir eigendur eru SP-Fjármögnun hf. og Lýsing hf, sem eiga hvort um sig 18,55% hlut. Félögin tvö eru með mörg af þekktustu bílaumboðunum hér á landi; BMW, Hyundai, Isuzu,Land Rover, Nissan, Opel, Renault og Subaru.