Ingvar Kamprad stofnandi og aðaleigandi sænska húsgagnarisans IKEA mun hætta sem stjórnarmaður móðurfélagsins, Ikea Holding.

Sonur hans, Mathias Kamprad, mun taka við sem stjórnarformaður.

Ingvar segir í yfirlýsingu að "þetta sé góður tími til að hætta í stjórninni". Hann mun áfram vera stjórnendum til ráðgjafar og verja tíma sínum í verslunum og verksmiðjum fyrirtæksins.

Ingvar er 87 ára gamall, ekkill og á fjögur börn. Hann er 412 ríkasti maður heims  og tíundi ríkasti maður Svíþjóðar samkvæmt viðskiptatímaritinu Forbes.

Auður hans metinn á 3,3 milljarða dala, tæpa 400 milljarða króna. Ingvar ákváð árið 2011 að færa stærstan hluta eigna sinna til félaga og sjóða sem eru ekki talin vera undir yfirráðum hans. Því lækkaði eign hans 23 milljörðum dala, eða 2800 milljarða króna.