*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Fólk 20. september 2019 10:54

Ingvar og Axel til Íslensku lögfræðistofunnar

Axel Kári Vignisson og Ingvar S. Birgisson hafa gengið til liðs við Íslensku lögfræðistofuna.

Ritstjórn
Axel Vignisson og Ingvar S. Birgisson

Íslenska lögfræðistofan hefur ráðið til liðs við sig lögfræðingana Axel Kári Vignisson og Ingvar S. Birgisson. Samtals starfa átta lögfræðingar með málflutningsréttindi á öllum dómstigum hjá Íslensku lögfræðistofunni sem annast alla almenna lögfræðiráðgjöf.

Axel er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Síðastliðin ár hefur hann starfað hjá embætti umboðsmanns borgarbúa og sem sölumaður innan ferðaþjónustunnar. Sérsvið Axels eru á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar, stjórnsýsluréttar, samninga- og kröfuréttar, félagaréttar, fullnustu og skuldaskila.

 Sambýliskona Axels er Hildur Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, og eiga þau eitt barn saman,“ segir í tilkynningu um ráðningu Axels og Ingvars.

„Ingvar er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Síðastliðin ár hefur hann starfað hjá Nordik lögfræðiþjónustu en áður var hann blaðamaður á Morgunblaðinu. Samhliða lögfræðistörfum er Ingvar formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Sérsvið Ingvars eru á sviði félagaréttar, samninga- og kröfuréttar, fullnustu og skuldaskila og stjórnsýsluréttar. 

Unnusta Ingvars er Tanja Rún Kristmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og eiga þau eitt barn saman.