Íslenska lögfræðistofan hefur ráðið til liðs við sig lögfræðingana Axel Kári Vignisson og Ingvar S. Birgisson. Samtals starfa átta lögfræðingar með málflutningsréttindi á öllum dómstigum hjá Íslensku lögfræðistofunni sem annast alla almenna lögfræðiráðgjöf.

Axel er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Síðastliðin ár hefur hann starfað hjá embætti umboðsmanns borgarbúa og sem sölumaður innan ferðaþjónustunnar. Sérsvið Axels eru á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar, stjórnsýsluréttar, samninga- og kröfuréttar, félagaréttar, fullnustu og skuldaskila.

Sambýliskona Axels er Hildur Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, og eiga þau eitt barn saman,“ segir í tilkynningu um ráðningu Axels og Ingvars.

„Ingvar er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Síðastliðin ár hefur hann starfað hjá Nordik lögfræðiþjónustu en áður var hann blaðamaður á Morgunblaðinu. Samhliða lögfræðistörfum er Ingvar formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Sérsvið Ingvars eru á sviði félagaréttar, samninga- og kröfuréttar, fullnustu og skuldaskila og stjórnsýsluréttar.

Unnusta Ingvars er Tanja Rún Kristmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og eiga þau eitt barn saman.