Ingvar Guðmundsson, verkfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Vöku ehf. sem framkvæmdarstjóri félagsins. Hans starf mun felast í að nútímavæða fyrirtækið, efla þjónustuna við viðskiptavini fyrirtækisins og stækka helstu tekjusvið félagsins segir í frétt á heimasíðu félagsins.

Ekki er langt síðan gengið var frá kaupum Hringrásar ehf. á Vöku ehf. Björgunarfélagi. Hringrás ehf., sem er stærsta fyrirtækið á sviði endurvinnslu málma og spilliefna í einkaeigu, keypti þá allt hlutafé Vöku ehf. Vaka verður áfram rekin sem sjálfstætt fyrirtæki en ýmis samlegðaráhrif nást fram þar sem Vaka hefur verið stór aðili í söfnun á bifreiðum sem fara í förgun en Hringrás hefur hinsvegar verið í flokkun og sölu á málmum sem tilfalla í telfellum sem þessum. Stefnan er að gera Vöku að öflugusta þjónustufyrirtækinu fyrir eigendur bifreiða og fyrirtæki á öllum þeim sviðum sem fyrirtækið starfar á í dag.