*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Fólk 2. maí 2018 11:22

Ingvar settur ríkisskattstjóri

Vararíkisskattstjóri, Ingvar J. Rögnvaldsson, hefur verið settur skattstjóri tímabundið í stað nýskipaðs Ríkisendurskoðanda.

Ritstjórn
Ingvar J. Rögnvaldsson er skipaður í starf Ríkisskattstjóra tímabundið.
Aðsend mynd

Ingvar J. Rögnvaldsson, sem verið hefur vararíkisskattstjóri frá aldamótum, hefur verið settur ríkisskattstjóri tímabundið, í stað Skúla Eggerti Þórðarsyni sem tekið hefur við sem Ríkisendurskoðandi.

Ingvar hefur unnið innan skattkerfisins í nær fjóra áratugi, lengst af hjá ríkiskattstjóra. Hann hóf störf hjá Skattstofu Reykjavíkur árið 1979, sama ár og hann útskrifaðist úr framhaldsnámi í Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 1977.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingins, setti Skúla Eggert Þórðarson í embætti Ríkisendurskoðanda í morgun klukkan 10. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma hlaut Skúli Eggert öll greidd atkvæði í embættið á Alþingi og verður hann í því til næstu sex ára. Hann tekur við af Sveini Arasyni, og er Skúli Eggert því fimmti einstaklingurinn til að gegna embættinu.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í viðtali við Skúla Eggert vegna breytinganna, væntir hann góðs af nýja starfinu.