*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 2. nóvember 2011 12:03

Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða króna

Afléttingu persónulegrar ábyrgðar rift og flutningi í einkahlutafélag sömuleiðis.

Ritstjórn
Ingvar var einn af æðstu stjórnendum Kaupþings.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Héraðsdómur Reykjavíkur rifti í dag yfirlýsingu fyrrverandi forstjóra Kaupþings um að fella niður persónulega ábyrgð Ingvars Vilhjálmssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta bankans, af greiðslu lánssamninga vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Var Ingvar dæmdur til að endurgreiða bankanum endurgreiðsluverðmæti lánssamninganna, eða 2,6 milljarða króna. Þá var flutningi Ingvars á þessari skuld í einkahlutafélag einnig rift. Ingvar er því nú persónulega ábyrgur fyrir þessum lánum öllum.

Skuldirnar eru vegna lána, sem Ingvar fékk hjá bankanum til hlutabréfakaupa í Kaupþingi. Ingvar var sá starfsmaður Kaupþings sem hæstar fjárhæðir fékk að láni til slíkra hlutabréfakaupa að forstjóranum, Hreiðari Má Sigurðssyni, og stjórnarformanninum, Sigurði Einarssyni, undanskyldum. Lánin fékk Ingvar á nokkurra ára tímabili og var fyrsta lánið veitt árið 2005. Hann færði þau öll yfir í einkahlutaféla þann 7. október 2008.