*

mánudagur, 22. júlí 2019
Fólk 3. mars 2016 15:55

Ingvi nýr formaður fjölmiðlanefndar

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur skipað Ingva Hrafn Óskarsson sem nýjan formann fjölmiðlanefndar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ingva Hrafn Óskarsson formann fjölmiðlanefndar í stað Karls Axelssonar. Karl óskaði lausnar frá stöðu sinni. Tímabil skipunar Ingva Hrafns er til 31. ágúst 2019.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um áður sagði Ingvi Hrafn af sér sem stjórnarformaður RÚV seint á síðasta ári. Ingvi er héraðsdómslögmaður og fannst hann hafa of mikið á sinni könnu samkvæmt fréttatilkynningu.

Þeir sem skipa fjölmiðlanefnd eru þá eftirfarandi: 

  • Ingvi Hrafn Óskarsson formaður, skipaður án tilnefningar.
  • Hulda Árnadóttir varaformaður, tilnefnd af Hæstarétti Íslands.
  • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson tilnefndur af Hæstarétti Íslands.
  • Salvör Nordal tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins. 
  • Arna Schram tilnefnd af Blaðamannafélagi Íslands.