Stjórn Sparisjóðs Höfðhverfinga á Grenivík hefur gengið frá ráðningu nýs sparisjóðsstjóra. Núverandi sparisjóðsstjóri sagði starfi sínu lausu fyrir páska og var staðan auglýst í kjölfarið. Á undanförnum vikum hefur ráðningarferlið staðið yfir. Sá sem varð fyrir valinu heitir Ingvi Þór Björnsson, búsettur á Grenivík. Ingvi er iðnrekstrarfræðingur að mennt, auk þess að vera rafvirki og rafiðnfræðingur.

Hann er kvæntur Jónínu Freydísi Jóhannesdóttur og eiga þau 3 börn. Ingvi hefur þegar hafið störf hjá sjóðnum en mun taki við starfi sparisjóðsstjóra frá og með 1. júní n.k.