Lögmaðurinn Ingvi Hrafn Óskarsson var valinn til að taka við sem varamaður í bankaráði Seðlabankans.

Ingvi kemur í stað Friðriks Más Baldurssonar, forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Kjörið fór fram á Alþingi í dag.

Ingvi Hrafn starfar sem héraðsdómslögmaður og eigandi hjá Lögmönnum Lækjargötu. Áður starfaði hann sem lögmaður hjá Íslandsbanka.

Hann er lauk lögfræðiprófi við lagadeild Háskóla Íslands, LL.M. í lögum  frá Columbia háskóla í New York og M.Sc. í fjármálum frá London Business School auk þess að hafa löggildingu í verðbréfamiðlun.