Marel og Össur eiga árangur sinn m.a. að þakka skynsamlegri og markvissri „útrás” og eru leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sínu sviði.

Þetta sagði Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest (stærsta eiganda Marels og Össurar) í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem nú stendur yfir.

Þórður sagði að almennt væri það þannig við allar starfsgreinar að 3-4 fyrirtæki hafa yfirburðastöðu á alþjóðamarkaði. Hann sagði að bæði fyrrnefnd fyrirtæki ættu árangur sinn að verulegu leyti að þakka háu framlagi til rannsókna og þróunar.

Þannig byggðu þau upp samkeppnisforskot sem grundvallast á tæknilegum yfirburðum Ísland og umhverfið

Þá lagði Þórður áherslu á í ræðu sinni að íslensk stjórnvöld veittu skattafslætti til fjárfesta sem myndu fjárfesta í rannsóknum og þróun og tæki þannig þátt í uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja.

Hann sagði að allt tæki þetta tíma en með auknum framlögum, bæði einkaaðila og opinberra aðila væru hér á landi miklir möguleikar fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki.