Iðnþing tók til skipan ráðuneyta í ályktun sinni. Þar er lagt til að horfið sé frá hólfaskiptingu stjórnarráðsins sem ber svip af atvinnulífi liðinnar aldar. "Eitt atvinnuvegaráðuneyti þarf til að auka skilvirkni í stoð- og starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja," segir í ályktuninni.

Þar segir ennfremur: "Núverandi skipan er löngu úrelt, hefur margvísleg neikvæð áhrif á ákvarðanir stjórnvalda og veldur skaða og mismunun í atvinnulífinu."