*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 3. febrúar 2017 14:20

Innkalla 144 Volkswagen bíla

Hekla hf. þarf að innkalla 144 Volkswagen Golf Touran og Passat bíla.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi alls 144 Volkswagen Golf, Touran og Passat, sem framleiddir voru á ákveðnu tímabili og eru með tiltekna hugbúnaðarútgáfu fyrir rafkerfisstjórnun. Þetta kemur fram í frétt Neytendastofu.

„Ástæða innköllunar er að villa er í forritun á rafkerfisstjórnboxi, sem veldur því að ef bilun verður í ljósabúnaði, kviknar ekki aðvörun sem á að koma í mælaborði. Einnig getur aðvörun um að bilun sé í ljósum komið í mælaborð þó að ljós séu í lagi. Viðgerð felst í endurforritun á rafkerfisstjórnboxi,“ segir í fréttinni.

Samband verður haft við bifreiðareigendur næstu daga. Neytendastofa hvetur enn fremur bifreiðareigendur að fylgjast vel með hvort sé verið að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Heklu hf. ef þeir eru í vanda.

Stikkorð: Neytendastofa Volkswagen Hekla Inkalla