Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri á ÍNN sjónvarpsstöðinni, ákvað að viðtalsþáttur Jóns Kristins Snæhólm, Í kallfæri, sem vera átti á dagskrá kl. 21.00 í kvöld yrði ekki sendur út.

Þetta kemur fram á vef mbl.is í kvöld en þátturinn var þó settur á vef stöðvarinnar. Jón Kristinn kveðst í samtali við mbl.is vera mjög ósáttur við ákvörðun sjónvarpsstjórans.

Fram kemur í fréttinni að Jón Kristinn kvaðst hafa boðið tveimur frambjóðendum, Ásgerði Halldórsdóttur og Guðmundi Magnússyni, sem keppa um 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi á morgun að koma í þáttinn. Samkvæmt frétt mbl.is afboðaði Ásgerður komu sína sakir anna og því mætti Guðmundur einn í þáttinn sem tekinn var upp í dag.

Sjá nánar á mbl.is