Í nýliðnum októbermánuði voru vöruviðskipti, reiknuð á fob verðmæti, óhagstæð um 0,4 milljarða króna, sem er sambærilegt og árið áður. Verðmæti útflutnings nam 61,5 milljörðum króna og verðmæti innflutnings 61,9 milljörðum. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.

Verðmæti vöruútflutnings dróst saman um 5,5% milli ára, á gengi hvors árs, og dróst saman um 3,6 milljarða. Mestu munar um minna verðmæti í útflutningi sjávarafurða en útflutningur á iðnaðarvörum jókst milli ára.

Vöruinnflutningur dróst saman um 4,5% milli ára eða um 2,9 milljarða. Lækkunina má aðallega rekja til minni innflutnings á eldsneyti. Fram kemur á vef Hagstofunnar að um er ræða bráðabirgðatölur, þær gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.