Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað sjónvarpsstöðina ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf. í gjaldþrotaskipti, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá var útsendingum stöðvarinnar hætt í síðustu viku.

Félagið, sem var lengi vel rekið af Ingva Hrafni Jónssyni, sem sá um sjónvarpsþáttinn Hrafnaþing, hafði skipt tvisvar um eigendur á um einu ári, f yrst keypti Pressan undir forystu Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðilinn, en síðan keypti Frjáls fjölmiðlun félagið.

Úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp miðvikudaginn 15. nóvember síðastliðinn, daginn áður en tilkynnt var um að útsendingum yrði hætt. Tómas Jónsson héraðsdómslögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri yfir búinu.