Reksturinn hjá Farmers Market hefur frá upphafi hefur verið réttu megin við núllið og dafnað vel. Bergþóra Guðnadóttir og og Jóel Pálsson hafa ekki fengið teljandi styrki í reksturinn og vilja helst sleppa því. „Það er hönnunarsjóður sem hægt er að leita í. Maður hefði hins vegar stundum viljað sjá meira verða úr þeim fyrirtækjum sem fá þá styrki. Það vantar fleiri stöndug hönnunarfyrirtæki svo að fagið sé tekið alvarlega. Við Íslendingar höfum sömu möguleika og allir aðrir að eiga og reka slík fyrirtæki.

Kannski er þetta íslenska óþolinmæðin. Fólki finnst gaman að byrja en nennir svo ekki að reka fyrirtækið ár eftir ár eða fer allt of geyst af stað og þarf að hætta. Við höfum reynt að halda okkur innan hinna drepleiðinlegu skynsemismarka og sníða okkur stakk eftir vexti hverju sinni. Ef við höfum minni innkomu þá eyðum við litlu. Það köllum við sjálfbæran vöxt. Það eru auðvitað margar leiðir til að koma svona fyrirtæki á legg og það er hægt að fá fjárfesta og fara á fullt strax, ég ætla ekki að gera lítið úr því,“ segir Jóel.

Ítarlegt viðtal er við Bergþóru og Jóel í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .