*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 23. janúar 2017 11:34

Innan við eitt prósent skráning

Einungis hefur verið sótt um leyfisnúmer fyrir 28 eignir samkvæmt nýjum lögum um heimagistinu sem tóku gildi um áramótin.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Aðeins brotabrot af gistikostum hefur verið skráður af þeim nær fjögur þúsund íbúða, herbergja eða húsa sem voru á lista hjá Airbnb hér á landi, hefur verið skráður samkvæmt nýjum lögum um heimagistingu sem tóku gildi um áramótin. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Túrista.

Einungis hefur verið sótt um leyfisnúmer fyrir 28 eignir, segir í umfjöllun Túrista, og er það vel innan við eitt prósent af þeim gistikostum sem eru á skrá Airbnb, en lögum samkvæmt er skylt að birta skráningarnúmerin þegar eignir eru auglýstar á netinu. Lagðar verða stjórnvaldssektir á þá sem gera það ekki. Sektirnar nema frá 10 þúsund krónum til einnar milljón króna.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun halda úti könnun á vefjum eins og Airbnb og Booking.com, til þess að ganga í skugga um það að skráningarnúmer séu sýnileg. Samkvæmt könnun Túrista, hefur verið skoðað tugi íslenskra gistikosta hjá Airbnb og hvergi fundið eign þar sem að leyfisnúmerið kemur fram. Hentugast er að leigusalar setji númerin í lýsingu á hverri eign fyrir sig.