Um þessar mundir eru forsvarsmenn Flugfélags Íslands að kanna möguleikann á því að bjóða upp á flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Þetta segir í frétt Túrista um málið.

Eins og áður hefur komið fram þá hefur Flugfélag Íslands boðið upp á beint flug milli flugvallanna tveggja á háannatíma yfir sumarið. Eftirspurnin eftir þessum áætlunarflugum hafi verið undir væntingum þá kanna forsvarsmenn Flugfélags Íslands að bjóða upp á slíka þjónustu utan háannatíma.

Að mati Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, þá yrði það fagnaðarefni ef að beinu flugi væri komið á yfir vetrartímann, þegar mesta þörfin er á bættum samgöngum. Hún telur enn fremur að innlandsflug um Keflavík gjörbreyti aðstöðu þeirra landshluta sem nú eru að berjast hvað mest fyrir bættum samgöngum svo hægt væri að byggja upp ferðamennsku yfir vetrartímann.