*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 16. nóvember 2017 11:53

Innflæðishöft fara ekki á næstunni

Seðlabankastjóri telur óvarlegt að afnema innflæðishöft í einu skrefi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ekki er útlit fyrir að bindiskylda á innflæði fjármagns á skuldabréfamarkað verði afnumin á næstunni ef marka má orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á peningamálafundi Viðskiptaráðs nú í morgun.

Már sagði í samtali við Viðskiptablaðið að eftir því sem dragast færi saman í vaxtastigi milli Íslands og annarra ríkja myndu skapast aðstæður til þess að draga úr bindiskyldunni. Hann sagði ekki vera kominn nákvæmur tímarammi á hvenær þær aðstæður gæti verið uppi.

„Ég nefndi það hvernig framleiðsluspennan hér er að lækka og framleiðsluslakinn þar er að minnka og það mun endurspeglast í vaxtastiginu og á þessu tímabili munu skapast þessar aðstæður,“ segir Már og bætir við að hann teldi óvarlegt að afnema innflæðishöftin í einu skrefi. „Það er ekki víst að við gerum þetta í einu skrefi niður í núll, ég held að það væri óvarlegt,“ segir hann.

Ef orð Seðlabankastjóra eru sett í samhengi við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og spá Seðlabankans fyrir framleiðsluspennu á Íslandi, í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu lítur því ekki út fyrir miklar breytingar á innflæðishöftum fyrr en í fyrsta lagi árið 2019 en mynd af spánni má sjá hér að neðan. Á myndinni sést að á seinni hluta ársins 2019 verður framleiðsluspenna á Íslandi og í Bandaríkjunum á svipuðum slóðum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is