*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 20. desember 2016 12:45

Innflutningsbann fyrir EFTA dómstólinn

ESA hefur nú vísað tveimur málum til EFTA-dómstólsins vegna innflutningstakmarkana íslenskra stjórnvalda á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú vísað tveimur málum til EFTA-dómstólsins varðandi innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.

Haft er eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni hjá ESA í fréttatilkynningu frá stofnuninni að málið snúist að aðgengi að innri markaðinum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. „Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ segir Helga.

Stikkorð: ESA EFTA kjöt egg Innflutningstakmarkanir