Talsverður órói var á hlutabréfamaörkuðum víða um heim í síðustu viku vegna innflutningsbanns Rússa. Margt bendir til þess að óróinn hafi einnig náð til Íslands. Í morgunpósti IFS greiningar kemur fram að OMXI8 vísitalan hafi lækkað um 0,7% á föstudag. Sjö félög á aðallista hafi lækkað í verði, þrjú staðið í stað og tvö hækkað.

Eins og VB.is greindi frá hafa yfirvöld í Rússlandi lagt innflutningsbann á matvæli frá ýmsum ríkjum. Ísland er ekki á listanum þrátt fyrir að erfitt sé að segja til um ástæðuna fyrir því.

Fréttir bárust af því að kjúklingaiðnaðurinn yrði hvað verst úti vegna aðgerða Rússa. Marel lækkaði um tæp 3% í verði frá miðvikudegi til föstudags, samkvæmt IFS greiningu, en sala til hans er yfir helmingur tekna Marel.