*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 1. febrúar 2016 11:54

Innflutningsbann samræmist ekki EES-samningnum

Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum þess samkvæmt EES-samningnum.

Ritstjórn

EFTA-dómstóllinn hefur skilað áliti sínu um innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að bannið samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt samningi um Evrópska efnahagssvæðið.

Ferskar kjötvörur ehf., rak málsókn gegn íslenska ríkinu vegna synjunar um að flytja til landsins ferskt kjöt frá Hollandi. Fyrirtækið stefndi ríkinu og krafist skaðabóta vegna tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á beiðni um heimild til að flytja til landsins ferskt nautakjöt.

Undir rekstri máls Ferskra kjötvara í héraði krafðist fyrirtækið þess að aflað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómsstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf væri í samræmi við EES-samninginn og var sú krafa staðfest af Hæstarétti gegn mótmælum íslenska ríkisins.

Niðurstaða EFTA-dómstólsins er sú að innflutningsbannið samrýmist ekki EES-löggjöfinni. Ríki, sem aðild á að EES-samningnum er ekki heimilt að setja reglur þar sem þess er krafist að innflytjandi hrárrar kjötvöru sæki um sérstakt leyfi áður en varan er flutt inn, og áskilji að lagt sé fram vottorð um að kjötið hafi verið geymt frosið í tiltekinn tíma fyrir tollafgreiðslu.

Stikkorð: EFTA Holland Ferskt kjöt
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is