Bandarísk stjórnvöld hafa frestað um eitt ár gildistöku á fyrirhuguðu innflutningsbanni sínu á sjávarafurðir þær sem fengnar eru með netaveiði.

Bannið á nú að taka gildi í ársbyrjun 2023 í staðinn fyrir 2022, og frestur til að sýna fram á að veiðarnar standist kröfur bandarísku laganna rennur út í nóvemberlok árið 2021 í stað febrúarloka árið 2021.

Þetta kemur m.a. fram í svari sjávarútvegsráðherra í svari til þingkonunnar Ingu Sæland.

Fiskifréttir hafa ennframur fjallað um málið allt frá því árið 2017 - sjá hér. Eins fyrir skemmstu þegar hilla tók undir að íslensk stjórnvöld væru að falla á tíma til að bregðast við kröfum bandarískra stjórnvalda.

Til þess að komast hjá banninu verður að draga verulega úr meðafla sjávarspendýra í netaveiðum, en um er að ræða bæði grásleppuveiði og þorskveiði í net.

Meðafli Íslendinga hefur verið langt yfir því hámarki sem kröfur Bandaríkjanna snúast um. Samkvæmt nýjustu tölum Hafrannsóknastofnunar komu alls 3223 sjávarspendýr í meðafla grásleppuveiðimanna að meðaltali á ári á tímabilinu 2014 til 2018. Þar af 1.389 landselir og 989 útselir.