Samkvæmt tölum Aðfangaeftirlitsins sem byggaðr eru á leyfisveitingum stofnunarinnar árið 2004 var heildarmagn innflutts áburðar hingað til lands 54,1 þúsund tonn á síðasta ári. Langstærsti hluti þessa áburðar er notaður í hefðbundnum landbúnaði eða 99,4%. Þegar miðað er við árið 2003 er um 20% aukningu að ræða.