Fyrir einungis nokkrum árum nam innflutningur alls kyns tilbúinna kornvara um 6 tonnum daglega en nú hefur það aukist í um 10,5 tonn á dag, að því er mbl.is greinir frá.

Er þá miðað við að fyrstu fimm mánuði ársins nam innflutningurinn 1.580 tonnum, en árið 2016 var heildarinnflutningurinn 3.000 tonn, sem gerir um 8 tonn daglega. Árið 2015 var innflutningurinn tæplega 2.700 tonn sem gerir um 7,3 tonn á dag sem flutt var inn.