Gríðarlegur samdráttur var á innflutningi á dagblaðapappír fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við fyrri ár.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt inn samtals 4.900 tonn af dagblaðapappír fyrstu fjóra mánuði ársins 2007 og 3.802 tonn á sama tímabili 2008.

Á þessu ári voru hins vegar ekki flutt inn nema 2.469 tonn, eða um helmingur innflutningsins 2007.

Svokallað Cif verð, þ.e. vöruverð, tryggingar og flutningskostnaður, var 259 milljónir fyrstu fjóra mánuðina 2007. Þá nam Cif verðið 197 milljónum á sama tímabili 2008 en 232 milljónum króna á þessu ári. Þurfti því að greiða hátt í svipað verð í krónum talið fyrir helmingi minna pappírsmagn á fyrsta ársþriðjungi þessa árs og á árinu 2007.