Stærsti hluti innflutnings Íslendinga kemur frá Noregi. Þar á eftir kemur innflutningur frá Bandaríkjunum og Þýskalandi. Íslendingar fluttu inn vörur fyrir um 89 milljarða króna árið 2011 en um 99 milljarða miðað við bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir árið 2012.

Sömu tíu löndin eru efst á lista sem innflytjendur varnings til Íslands árið 2012 og árið 2011. Holland fer úr því að vera fjórða efst á lista árið 2011 í sjötta sæti árið 2012. Danmörk fellur um eitt sæti en Kína og Brasilía hækka bæði á listanum.

Miðað við tölur Hagstofunnar var heildarinnflutningur árið 2011 um 562 milljarðar en um 598 milljarðar árið 2012. Innflutningur frá Noregi var um 16% árið 2011 og um 16,6% árið 2012. Innflutningur frá Norðurlöndunum var samtals um 28% árið 2011 og 27,5% árið 2012.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.