Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir mars 2010 var útflutningur fob 52,8 milljarðar króna og innflutningur fob 41,4 milljarðar króna. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 11,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Það er minni afgangur að vöruskiptun en í febrúar þegar þau voru tæplega 14 milljarðar króna. Helsta skýringin er sú að útflutningur þá var tæplega 44,4 milljarðar króna en innflutningur 30,4 milljarðar króna.