Jákvæðar vísbendingar eru um að hagkerfið sé að taka við sér með auknum innflutningi fjárfestingavara og eldsneyti.

Fyrstu ellefu mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruinnflutnings 67,0 milljörðum eða 16,7% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Aukning á verðmæti innflutnings varð mest í hrá- og rekstrarvöru, eldsneyti og fjárfestingarvöru.

Innflutningur á mat- og drykkjarvörum jókst um 14%, innflutningur á hrávörum og rekstrarvörum um 16%, eldsneyti og smurolíum um 35%, f járfest.vörur um 14%, flutningatæki um 22% og neysluvörur um 5%. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofunnar.