*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 19. nóvember 2004 11:17

Innflutningur nautakjöts hefur stóraukist

Ritstjórn

Samkvæmt útreikningum Landssambands kúabænda á gögnum frá Hagstofu Íslands hefur innflutningur nautakjöts á þessu ári stóraukist miðað við sama tíma í fyrra. Þá nam innflutningur til landsins, frá janúar til september, um 12 tonnum af nautakjöti, en á sama tímabili í ár komu til landsins 45 tonn af nautakjöti. Lang mest hefur verið flutt inn af frystum lundum, eða 22 tonn og er áætlað söluverðmæti um 60-70 milljónir króna.

Í sumar var úthlutað tollkvótum vegna innflutnings á nautakjöti og hafa fjölmargir aðilar orðið til að nýta sér það. G.V. heildverslun ehf. Innflutningur og sala til veitingastaða hefur flutt inn mest eða 15.700 kg.