12,3% vöxtur var á innflutningi á neysluvörum fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Mestur var vöxturinn í ökutækjum til einkanota sem jukust um 65% á tímabilinu. Ferðamannaþjónustan á talsverðan hluta af þeim vexti þ.e. endurnýjun á bílaleigubílum. Vöxtur var hins vegar einnig talsverður í öðrum neysluvörum, eða 6,7% og þar af 19,5% vöxtur í varanlegum neysluvörum á borð við raftæki og 6,1% vöxtur í innflutningi á mat og drykkjarvörum samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka.