Eftir óþægilega mörg mögur ár í innflutningi vinnuvéla er nú farið að sjá til sólar. Á síðastliðnu ári voru fluttar inn 1.173 vélar í þeim flokkum og er það aukning um 50% á milli ára að sögn Haraldar Ólafsson, forstöðumanns hjá Ergo. En sérfræðingar fyrirtækisins eru iðnir við að greina markaðinn til þess að viðskiptavinir hafi betri upplýsingar, sem er lykilatriði þegar kemur að ákvörðunartöku í rekstrinum.

Ergo er einn stærsti aðilinn á markaðnum þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja og bifreiða fyrir einstaklinga og fyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið, sem er hluti af Íslandsbanka, var stofnað árið 1985 og hefur því verið starfandi á markaði í rúm 30 ár. Hjá Ergo starfar fjöldinn allur af sérfræðingum sem hefur margra ára reynslu af fjármögnun atvinnutækja.

„Þjónustan er sérsniðin að þörfum viðskiptavina enda hefur Ergo komið að fjármögnun ýmissa tækja og tóla í fjölmörgum ólíkum atvinnugreinum. Markmið Ergo er að aðstoða viðskiptavini í því að taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja með það að leiðarljósi að hámarka arðsemi fyrirtækisins. Sú efnahagslægð sem við erum nú að stíga upp úr var jafn djúp og undangengin uppsveifla áranna 2005 til 2007 var há. En nú er farið að sjá til sólar og tæplega 50% aukning í innflutingi vinnuvéla er glögglega merki um það í þessum geira,“ segir Haraldur.

Nánar er rætt við Harald í Verk og vit sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .