Hálfur lítri af hreinu vatni er selt á 11 krónur í Costco, það er ef þær eru keyptar 40 saman í pakka á 499 krónur. Flöskurnar, sem eru undir Kirkland vörumerki Costco, eru því seldar á um 11,2 krónur sem er undir 16 króna skilagjaldinu sem fyrirtækið þarf að greiða til ríkisins þegar vatnið er flutt hingað til lands að því er Fréttablaðið greinir frá.

Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar segir alla geta komið með drykkjarvörur til hennar og fengið 16 króna skilagjaldið.

„ Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku,“ segir Helgi, sem segir ríkið innheimta gjaldið og greiða Endurvinnslunni sem fari svo til viðskiptavina sem skili inn flöskum.

„Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði.“