Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir innflutta verðbólgu á næstu tólf mánuðum líklega verða minni en útlit var fyrir í vor. Þetta vegna verði verðbólga á næstu tólf mánuðum minni en ella. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Þar segir að styrking krónunnar eigi þátt í þessari þróun. Hagfræðideild Landsbankans spáði í maí að verðbólga yrði 6% á næsta ári, en vegna lækkunar á hrávöruverði og olíuverði er nú útlit fyrir að verðbólgan verði minni og verða áhrifin að hámarki til 1% lækkunar.  Magnús segir í samtali við Morgunblaðið að ef ekki væri fyrir þessa þróun hefði verðbólga í júlí ekki mælst 1,9% heldur 2,9%.

Hann segir aftur á móti að miklar líkur séu á því að nýir kjarasamningar og vaxandi eftirspurn eftir vinnuafli leiði til launaskriðs á íslenskum vinnumarkaði. Áhrifin af því muni koma skýrt fram í þjónustulið verðbólgu, sem muni fara hækkandi.