Það er gjarnan til marks um uppgang í efnahagslífinu að brottfluttir einstaklingar snúa aftur heim og erlent vinnuafl tekur að sækja í auknu mæli til landsins í von um atvinnutækifæri. Kannanir á vegum Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, sýna svo ekki verður um villst að skortur er á starfsfólki í ýmsum starfsgreinum og tölur Hagstofunnar endurspegla ástandið. Innflytjendum fjölgar hratt og fer hlutfallið að nálgast það sem þekktist á árunum fyrir hrun en erlendum ríkisborgurum fjölgar mest á Suðurlandi og Suðurnesjum.

Hlutfallið „betra“ nú en á árunum fyrir hrun

Ef litið er til talna Hagstofu Íslands má sjá hvernig hlutfall aðfluttra Íslendinga umfram brottflutta var neikvætt um 167 einstaklinga á uppgangsárinu örlagaríka 2007. Hlutfallið hækkaði svo snarlega á árunum 2009–2012. Ástandið náði ákveðnum hápunkti árið 2009 þegar 4.851 Íslendingur flutti í burtu frá landinu á meðan aðeins 2.385 fluttu heim. Hlutfall aðfluttra umfram brottfluttra Íslendinga var því neikvætt um 2.466 einstaklinga.

Tölur Hagstofunnar sýna að í fyrra var hlutfall aðfluttra Íslendinga umfram brottfluttra „betra“, ef svo má að orði komast, en á árunum fyrir hrun, þegar hlutfallið var aðeins neikvætt um 146 einstaklinga. Hinsvegar vekur athygli hve lágt hlutfallið var árið 2013 og hátt árið 2015.

Flutningar til og frá landi
Flutningar til og frá landi
© vb.is (vb.is)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.