Innflytjendur á Íslandi auka verga framleiðslu um 0,9% miðað við 0,35% sem er meðaltalið í löndum Efnahags- og framafarastofnunarinnar (OECD). Í skýrslu OECD kemur fram að Ísland sé í fimmta sæti en 27 lönd voru könnnuð með tilliti til þess hversu mikið innflytjendur leggja til samfélagsins. Þetta kemur fram á vef Vísis.

Efst á listanum er Lúxemborg en þar auka innflytjendur landsframleiðslu um rúm tvö prósent. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir þessa skýrslu sýna mikilvægi virkrar þátttöku innflytjenda í atvinnulífinu og samfélaginu.