Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna svokölluðu sammæltust um það í gærkvöldi að grípa í sameiningu inn í gjaldeyrismarkað til þess að veikja gengi japanska jensins en jenið hefur styrkst mikið í kjölfar hörmunga undanfarinnar viku þar í landi. Sterkt jen torveldar efnahagslega uppbyggingu í landinu en gjaldmiðillin hefur aldrei verið sterkari gagnvart dollar en síðustu daga. Frá þessu greinir BBC.

Styrking jensins kann að virka þversagnakennd en eins og bent er á í Morgunkorni Íslandsbanka í gær er sterk fylgni á milli áhættufælni á mörkuðum og styrkingar jens.

Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2000 að G7-ríkin grípa inn í á gjaldeyrismarkaði en í kjölfar tilkynnigarinnar hóf jenið umsvifalaust að veikjast og hlutabréf í Japan að hækka. Við lokun hafði Nikkei-vísitalan hækkað um tæp 3%. Ennfremur má geta þess að Japansbanki ákvað í nótt að dæla 37 milljörðum dala inn á fjármálamarkað landsins.