„Við erum að fara í virkari inngrip á gjaldeyrismarkaði. Gjaldeyrismarkmið plús,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann fór ítarlega yfir fyrirhuguð inngrip bankans á markaðnum og gerði grein fyrir því sem væntanlegt er.

„Þetta þýðir að ef fer sem horfir, þótt tímabundinn þrýstingur er á krónuna núna tengd gjalddaganum á ríkisbréfunum á föstudag, þá eru frekar líkur á að gengi krónunnar styrkist,“ sagði hann og benti á gjaldeyrisinnstreymi þegar sól hækkar á lofti og ferðamönnum fjölgar í sumar. Þegar það gerist muni Seðlabankinn kaupa gjaldeyrinn. Hann benti jafnframt á að þegar gengið gefur eftir að hausti þá geri inngripin honum kleift að jafna sveiflurnar.