Árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti jukust um 6,1 milljarð króna milli áranna 2013 og 2017. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Aukninguna má rekja til hækkunar fasteignaverðs.

Viðskiptaráð Ísland sendi nýverið frá sér skoðun um sveitarfélög og í henni er meðal annars gagnrýnt hversu lítil áhersla hefur verið lögð á lækkun skatta og gjalda þrátt fyrir að innheimta sveitarfélaganna hafi aldrei verið meiri.

Ísland var með hæstu fasteignagjöldin af öllum Norðurlöndunum árið 2016 í hlutfalli við landsframleiðslu af öllum Norðurlöndunum eða 1,5%.

Viðskiptaráð segir að skilvirkara væri að láta gjaldtöku af lóðum koma í stað fasteignaskatta. Skattlagning lóða geti stuðlað að betri nýtingu landsvæðis heldur en skattlagning byggða og mannvirkja, kemur fram í skoðuninni. Hún gerir útþenslu jafnframt kostnaðarsamari og ýtir þannig undir þéttingu byggðar.