Að sögn Árna Tómassonar, formanns skilanefndar Glitnis, var talið rétt að gjaldfella lán á hendur Exista og fá úrskurð dómsstóla um þau ágreiningsefni sem eru á milli nefndarinnar og forráðamenna Exista.

,,Menn ákváðu að vera ósammála og láta á það reyna fyrir dómsstólum að þeir skyldu úrskurða um ágreiningsefni. Ég veit ekki betur en að aðilar séu sáttir við það ferli sem er í gangi," sagði Árni.

Hann sagðist gera ráð fyrir að innheimtumálið hæfist þegar réttarhléi lýkur hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.