*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 17. febrúar 2006 15:32

Innherjar kaupa í EIBank

Björgólfur Thor ætlar sér að eignast 50% snemma á næsta ári

Ritstjórn

Tveir innherjar í búlgarska bankanum Economic and Investment Bank (EIBank) hafa fengið leyfi til að eignast samtals 60,78% hlut í bankanum, samkvæmt upplýsingum frá fjármálayfirvöldum í Búlgaríu.

Fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgófssonar á nú þegar 18,27% hlut í bankanum, og hefur fengið leyfi til að auka hlutinn í 34%.

Einnig hefur fjárfestingafélag Björgólfs Thors samið við stjórnendur bankans um að eignast 50% hlut í bankanum snemma á næsta, samkvæmt upplýsingum búlgarska dagblaðsins Pari.

Innherjarnir eru Tsvetelina Borislavova, sem er stjórnarformaður eftirlitsnefndar EIBank, og Svetoslav Bozhilov, sem er ráðgjafi stjórnar EIBank.

Beint og óbeint mun Borislavova eiga 46,78% hlut í EIBank og Bozhilov mun eiga 32,3% hlut í bankanum. Ekki er vitað hvort að eignarhaldsbreytingarnar muni hafa áhrif á fyrirætlanir Björgólfs Thors.