Eftir að raungengi krónunar hrundi árið 2008 hefur sú mikla lækkun að mestu leyti gengi til baka. Hækkunin sem hefur átt sér stað á þessu ári er þó einstök vegna þess að hún hefur raungerst á sama tíma og töluverður afgangur hefur verið af viðskiptajöfnuði við útlönd, en halli á viðskiptajöfnuði hefur yfirleitt fylgt hækkandi raungengi. Þetta bendir Hagfræðideild Landsbanks á í nýrri Hagsjá sinni.

Enn fremur minnir hagfræðideildin á að jafnvægisraungengi sé ekki föst stærð, heldur ræðst hún af samsetningu hagkerfisins á hverjum tíma; það sem hefur m.a. áhrif er erlend skuldastaða og hversu mikil áhrif útflutningur hefur á hagkerfið.

„Því hagstæðari sem erlend skuldastaða er og því meiri sem útflutningur er, er jafnvægisraungengið hærra, að öðru óbreyttu. Okkar mat er því að jafnvægisraungengið hafi hækkað frá árunum fyrir 2008. Það skýrist bæði af mun hagstæðari erlendri skuldastöðu og af stórauknum og fjölbreyttari útflutningi en áður sem einkum má rekja til mikils vaxtar í ferðaþjónustu,“ að mati hagfræðideildar bankans.