Volkswagen er að innkalla um 281.500 Volkswagen og Audi bíla í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á fréttaveitu Reuters. Innköllunin tengist eldsneytislega sem á sér stað í öllum bifreiðunum, en lekinn tengist líklegast framleiðslu galla.

Engin slys hafa orðið vegna lekans, en víst er að lekinn auki brunahættu til muna. Um er að ræða bíla sem framleiddir voru á árunum 2009 til 2012. Fyrirtækið hefur þó ekki gefið upp hvort bifreiðar fyrir utan Bandaríkin séu með sama framleiðslugalla.