*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 16. október 2017 18:15

Innkalla 400.000 Benza í Bretlandi

Daimler, framleiðandi Mercedes-Benz, hefur innkallað 400.000 bíla í Bretlandi. Ástæðan er möguleg bilun í loftpúðakerfi bílsins.

Ritstjórn

Eigendur bílanna þurfa þó ekki að hafa stórar áhyggjur, því viðgerð á bílum þeirra tekur að sögn aðeins um klukkustund. Innköllunin, sem BBC greinir frá, nær til bíla af gerðinni A, B, C og E, ásamt CLA, GLA og GLC, sem framleiddir voru frá nóvember 2011 þangað til í júlí í ár.

Talsmaður hjá Mercedes-Benz segir gallann aðeins koma upp við mjög sjaldgæfar kringumstæður, sem gera það að verkum að loftpúðinn blæs út án nokkurs tilefnis. Fyrirtækið mun setja sig í samband við eigendur allra bíla sem gallinn kann að hafa áhrif á og gert verður við bíla þeirra þeim að kostnaðarlausu.

Stikkorð: Mercedes-Benz bílar innköllun
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is