Kraft Foods innkallar 44 tonn af pylsum í Bandaríkjunum vegna þess að þeir kunna að hafa selt pylsurnar í röngum pakkningum. Matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur gefið út aðvörun um að hugsanlega hafi Oscar Mayer Classic pulsurnar verið seldar sem ostapylsur.

Ostapylsurnar innihalda mjólkurefni sem getur orsakað ofnæmisviðbrögð í einhverjum neytendum. Aftur á móti hafa ekki borist upplýsingar um nein slík viðbrögð.

Í frétt BBC segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Kraft innkallar vörur vegna pakkninganna.