Brimborg hefur tilkynnt Neytendastofu að innkalla þurfi 165 bifreiðar af gerðinni Volvo XC90 árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar eru sú að möguleiki er á að kælivatnshosa morkni við hita og rakabreytingar.

Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendastofu . Þar kemur enn fremur fram að eigendum bifreiðanna verði tilynnt um innköllunina bréfleiðis. Viðgerð á gallanum er einföld en aðeins þarf að skipta umræddri kælivatnshosu út fyrir nýja sem ekki er gölluð.

Volvo XC90 hlaut árið 2015 Stálstýrið en sú viðurkenning er veitt árlega af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna til þess bíls sem blaðamennirnir telja bíl næstkomandi árs. Tegundin hafði meðal annars betur gegn VW Golf GTE og Audi Q7 en þeir komu næstir á eftir í kjörinu.