Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur náð að endurheimta 75 milljónir dala frá fyrrum stjórnendum.

Um er að ræða 28 milljónir dala sem fyrrum forstjóri félagsins, John Stumpf, mun þurfa að endurgreiða. Auk þess sem Carrie Tolstedt mun tapa 47 milljón dala kauprétti.

Bankinn rataði í fréttirnar í fyrra þegar í ljós koma að bankinn hefði látið stofna reikninga fyrir fólk án vitundar, til þess að ýta undir sölutölur.

Talið er að um 2 milljónir reikninga hafi verið stofnaðir á meðan svindlinu stóð.

Bankinn hefur greitt um 185 milljónir dala í sekt og um 110 milljónir dala í skaðabætur til viðskiptavina.