Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að setja bann við afhendingu og láta innkalla 2700 merki sem Menntamálastofnun gaf leik- og grunnskólabörnum í Kópavogi. Innköllunin er sett í kjölfar tímabundins afhendingabanns Neytendastofu.

Fram kemur á vef Neytendastofu að Menntamálastofnun gat ekki lagt fram gögn sem sýndu fram á að merkin hefu verið búin til sem endurskinsmerki. Auk þess báru þau engar merkingar frá framleiðanda og þ.a.l. var ekki hægt að sjá að merkin væru framleidd í samræmi við lög, reglur og staðla og hafi þar af leiðandi verið prófuð sem slík.

Neytendastofa taldi því að endurskinsmerkin væru gefin, hætta væri á að þau veittu falskt öryggi og þar sem merkin eru fyrir ung börn þá var tekin ákvörðun um að setja afhendingar bann og innkalla merkin.

Um er að ræða kringlótt gult merki, 5cm, með broskalli á annarri hliðinni og hinni hliðinni stendur „Jákvæð samskipti“ fyrir ofan mynd og „mms.is“ fyrir neðan myndina.